
Minnis kerfin eru þrjú: langtímaminni, skammtímaminni , skynminni. Meginn munurinn og uppbygging þeirra byggist öll á því hversu lengi hluturinn staldrar við í minninu og hversu mikið þú hugsar um það (Aldís Unnur Guðmundsdóttir og Jörgen Pind, 2008). Langtíma minni er í raun allt sem þú manst, langtímaminni er yfirleitt ómeðvitað, eitthvað sem þú hefur tengingu við eitthvað sem þú getur munað til langtíma vegan tenginga. Langtíma minning hefur að geyma mikið magn af upplýsingum sem ótakmarkað magn er af og þú munt muna alltaf, einnig geymir það orðaforða og persónulega reynslu. Minnið er mis mikið eftir fólki. Skammtíma minni er það sem fer inn um eitt og út um annað, það er takmarkað og varir yfirleitt aðeins I 20-30 sek. Skammtímaminnið flokkast I 5-9 minnishólf, það er það sem þú leggur ekkkert á þig til þess að muna. Tökum dæmi með símanuúmer, símanúmer fara yfirleitt í skammtíma minni þitt þar sem þú þarft yfirleitt bara að muna það þangað til þú hefur stimplað það inn. Þegar þú afgreiðir á kassa, þá manstu skiptimyntina í tæpa hálfa mínútu eða gleymir alltaf í okkar tilviki. Skynminni það sem við skynjum, t.d. við skymjum að eitthver sé að tala í bakgrunn, hárið sé að fjúka eða þess háttar en ef eitthver spyr seinna þá manst þú ekkert hvort hárið hafi fokið eða hver var að tala í bakgrunn. Þegar fólk nær að tengja orð saman fara orðin yfir úr skammtíma minni og yfir í langtímaminni. Tenging skiptir miklu máli til þess að ná að muna þau meir en 20-30 sek.