top of page

• Það sem er ekki hægt að staðsetja eða mæla á ekki að vera viðfangsefni vísindanna.
• Hugmyndin um ,,sálin´´ (meðvitundina) er úrelt.
• Rannsaka það sem sést. Allt atferli er lært.
• Uppgötva samspil umhverfisáreita og svörunar.

• Nám og mótun hegðunar.
• Watson trúði því að hann gæti mótað einstakling og gert hann að hverju sem honum langaði að gera viðkomandi að.
• Upphafsmaður: John B. Watson.

Atferlismótun

Watson rannsakaði hegðun dýra, uppeldi barna og auglýsinga sálfræði. Hann framkvæmdi tilraun á ,,Albert litla‘‘ og vildi hann sjá hvort hann gæti fengið Albert til að verða hræddur við loðin dýr. Albert var 11 mánaðar strákur og sýndu þeir honum fyrst hvíta rottu og slóu járnstöng í jörðina á sama tíma, við það framkallaði hann grát hja barninu. Þetta var endurtekið nokkrum sinnum og svo þegar hann sýndi drengnum loks rottuna og sló ekki járnstönginni í jörðina sýndi drengurinn ótta viðbrögð. Watson prófaði fleiri loðin dýr: kanínu, hund og að lokum pels. Drengur grét við það að sjá alla þessa hluti. Þessi rannsókn sýndi hvernig viðbrögð og líðan getur verið lærð/kennd.

B.F. Skinner. Hann stúderaði behaviourisma og var prófessor við Harvard. Hann fann upp það sem heitir Skinner-box. Hann trúði því að frjáls vilji væri í raun blekking. Ef þú framkvæmir eitthvað slæmt þá eru miklar líkur á því að þú gerir þann hlut ekki aftur. Hann kallaði þetta meginregluna um eflingu/styrkingu, hann trúði því að hegðun væri lærð. Í skinner boxinu var stong/takki þar sem dýrið getur ýtt á til að fá mat eða vatn. Boxið tók hverja hreyfingu og hegðun. Hann sýndi fram á að dýrið gat lært að ýta á takka til að fá sér mat, þar næst ð dýrið myndi læra að ýta á takkann þegar ljósið væri grænt. Ef dýrið gerði rétt var það verðlaunað en ef það gerði vitlaust fékk það rafstraum og engan mat.

Námssálfræði

Viðbragðsskilyrðing-Pavlov. Hún er ein gerð tengsla náms. Þar lærir lífveran að tvö áreiti fara oftast saman, skilyrt og óskilyrt. -Skilyrt er það sem þú upplyfir t.d. vasaljós. -Óskilyrt er sá hlutur sem þú veist ekki af en hefur áhrif t.d. insúlín.

Rannsóknir Pavlovs leiddu í ljós fjölmargar reglur til skilnings á tengslanámi: -Styrkingu. -Festingu. -Sloknun. -Alhæfingu og sundurgreiningu.

Virk skilyrðing-Skinner -Hegðun er lærður hlutur. -Skinner box. -Jákvæð og neikvæð styrking og refsing.

Styrking og refsing: Hægt er að móta hegðun með fjórum mismunandi notkunum á styrkingu og refsingu, geta þær verið bæði jákvæðar og neikvæðar. Jákvæð styrking-Þegar þú ert verðlaunaður fyrir hegðun og hegðun eykst í kjölfarið. Neikvæð styrking-Þegar áreiti er fjarlægt og hegðun eykst t.d. rafstraumur fjarlægður. Jákvæð refsing-Er það sem við köllum refsingu þegar áreiti er aukið og hegðun minnkar. Neikvæð refsing-Þegar áreiti er fjarlægt og hegðun minnkar.

© 2023 by Name of Template. Proudly created with Wix.com

bottom of page