
Falskar minningar
Elizabet Loftus rannsakar falskar minningar. Hún heldur því fram að hægt sé að koma þeim fyrir í huga fólks. Hún tekur dæmi um mann sem er ranglega dæmdur fyrir nauðgun vegna þess að fórnarlambið sá að bíllinn sem hann keyrði svipaði til þess sem hún sá þegar nauðgunin átti sér stað. Falskar minningar eru fleiri en við höldum og við sjáum oft ekki greinarmun, þeim er hægt að koma fyrir. Hún segir minni vera eins og Wikipedia því þar getur þú skrifað allt sem þú vilt en það geta einnig allir aðrir. Hún sýndi fram á að 14% fólks sem hafði fengið högg í árekstri hafi séð brotið glas en um leið og fólki var sagt að bílinn þeirra hefði mölbrotnað þá sögðust 32% hafa séð brotið gler. Sem sýnir fram á það þegar minningin um hlutina sem þau höfðu upplifað voru ýktir þá sögðust mikið fleiri hafa séð brotið gler. Sem stuðlar sterkt að því að fölsk minning getur haft mjög sterk áhrif. Margir sálgreinendur eru á móti henni og hennar rannsóknum vegna þeir segja hennar vinnu sporna við ,,eðlilegum‘‘ aðferðum sálfræðinga. Falskar minningar eru algengari en við höldum. Oft sjáum við engan mun og vitum því oft ekki hvort minningin er rétt eða fölsk. Frekari rannsóknir á fölsku minni eru mikilvægar til að greina á milli þess hvað er rétt og hvað er rangt. Oft er gott að eitthver utanaðkomandi komi að svona málum og rannsaki ýmis mál til að geta séð hvort minningin sé fölsk eða ekki. Okkur finnst siðferðislega rétt að koma fyrir falskri minningu hjá fólki ef ætlunin er sú að að stuðla að heilbrigðu líferni og góðu mataræði. Í heildina litið er í lagi að koma fyrir falskri minningu ef það ,,hjálpar‘‘ fólki og/eða börnum til og stuðlar að betra líferni.